Skip to content

Til foreldra/forráðamanna nemenda í Vættaskóla

Eins og öllum er kunnugt verður skólahald skert næstu vikur. Við munum senda foreldrum á morgun hvernig skipulagið verður svo hægt sé að gera ráðstafanir.

Mikilvægt er fyrir okkur að vita ef foreldrar/forráðamenn ætla að halda börnum sínum heima og biðjum við ykkur um að tilkynna það til skólans í gegnum Mentor á morgun mánudag.

Við vitum að það verður mikið álag á símkerfinu okkar á morgun og biðjum við ykkur að sýna því skilning, sendið okkur tölvupósta eða notið Mentor.

Við erum að skipuleggja skólastarfið eftir fremsta megni, innan kennara- og starfsmannahópsins í Vættaskóla er fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem alla jafna trufla þá ekki í starfi, en þeim er ráðlagt að halda sig heima í þessu ástandi. Það hefur því kvarnast úr okkar hópi. Við vitum að þið sýnið því skilning.

Ég mun upplýsa ykkur með tölvupóstum, á heimasíðu skóla og á facebooksíðu Vættaskóla.

Á svona stundum er maður þakklátur fyrir að geta reitt sig á frábært samstarfsfólk, en í dag hafa stjórnendur setið við skipulagningu á frídegi sínum.

Það er von mín og vissa að við öll getum í sameiningu sýnt samfélagslega ábyrgð og komist í gegnum þessa erfiðu tíma.

Hikið ekki við að hafa samband við okkur ef eitthvað er óljóst

Þuríður Óttarsdóttir
Skólastjóri