Verð og innheimta

Verð

Mánaðarlegt jafnaðargjald á hádegismat er innheimt samkvæmt gjaldskrá Skóla- og frístundasviðs sem má finna hér,  ásamt nánari upplýsingum.

 

Innheimta

Innheimta vegna mötuneytis Vættaskóla fer í gegnum Innheimtudeild Skóla- og frístundasviðs og á sér stað eftir á með greiðsluseðlum, boð- eða beingreiðslum. Gjalddagi er í byrjun hvers mánaðar og eindagi 30 dögum síðar. Hægt er að setja mataráskrift í beingreiðslu með því að hafa samband við eigin viðskiptabanka og í boðgreiðslur á kreditkort í Rafrænni Reykjavík eða með því að hafa samband við skrifstofu skólans. Það er skólanum vitaskuld mjög mikilvægt að greiðsluseðlar séu greiddir á tilsettum tíma. Það eru ekki síður hagsmunir foreldra að standa í skilum því vanskil baka þeim mikinn aukakostnað.

Innheimtuferli vegna vanskila

Séu gjöld vegna skólamáltíða enn ógreidd að eindaga liðnum er foreldrum/forráðamönnum send innheimtuviðvörun. Þó fá hvorki þeir sem gert hafa beingreiðslusamning né þeir sem greiða með boðgreiðslum send sérstök aðvörunarbréf.

Hafi reikningur ekki verið greiddur 50 dögum eftir gjalddaga er krafa send í milliinnheimtu. Þá er eingöngu hægt að semja um að greiða skuldina hjá þeim sem sér um milliinnheimtuna.

Auk hefðbundinna dráttarvaxta fellur kostnaður við útsendingu innheimtuviðvörunar og kostnaður við milli- og lögfræðiinnheimtu á greiðanda.

Prenta | Netfang