Um skólann

mynd af skolanum

 

Vættaskóli er heildstæður grunnskóli með bekkjardeildir frá 1. – 10. bekk auk Valvers á unglingastigi. Vættaskóli er starfsræktur í tveimur byggingum í norðurhluta Grafarvogs. Engi er að Vallengi 14 og Borgir að Vættaborgum 9, 112 Reykjavík.

Í Borgum er kennt í 1.-7.bekk og í Engi er kennt í 1.-5.bekk og 8.-10.bekk.

Prenta | Netfang

Mötuneyti Vættaskóla

 

Nesti og málsverðir

Ekki þarf að fjölyrða um gildi hollrar og góðrar næringar fyrir líðan barnanna og árangur þeirra í skólanum. Staðgóður morgunverður áður en nemendur koma í skólann er forsenda þess að þeir geti einbeitt sér og notið skólastarfsins.

Í mötuneytinu er boðið upp á hafragraut fyrir nemendur áður en kennsla hefst og einnig geta nemendur í unglingadeild fengið hafragraut í morgunfrímínútum.  Í nestistímum/morgunhressingu er reiknað með að nemendur komi með ávexti, samloku eða annað létt nesti. Einnig er boðið upp á ávaxtaáskrift fyrir nemendur í 1.-7. bekk.  Vegna vistverndar er óskað eftir að nemendur komi ekki með nesti í einnota plastumbúðum né fernum. Athuga ber að nemendur taki með sér heim afganga af nesti sínu þannig að foreldrar geti fylgst með matarvenjum.

Nemendur eiga kost á að kaupa heita máltíð í hádeginu alla daga vikunnar og ávexti í nestistíma. Greitt er fyrir matinn og ávaxtaáskrift mánuð í senn. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan. Einnig hafa nemendur afnot af örbylgjuofni og mínútugrillum í matsal. Eingöngu er leyfilegt að matast í matsal skólans nema í nestistímum 1.-7. bekkjar.

Nemendur 8. -10. bekkjar borða morgunhressingu í matsal, geta fengið mjólk og hafragraut og keypt sér drykki og brauðmeti í mötuneytinu.

Matar- og ávaxtaáskrift

Vinsamlega athugið að við skráningu þá gildir almennt sú regla að afgreiðsla  hefst 1. næsta mánaðar nema um annað sé samið sérstaklega.

Skráning  fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík eða á þar til gerðum eyðublöðum. Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans og fá upplýsingar um hvort nemandi er skráður í mat. Ef nemandi vill hætta í áskrift þá þarf að segja upp í gegnum Rafræna Reykjavík eða fylla út afpöntunarblað. Það þarf að gera í síðasta lagi 20. mánaðarins til að taka gildi þann 1. næsta mánaðar.

Þjónustuver Reykjavíkurborgar veitir alla frekari aðstoð við notkun Rafrænnar Reykjavíkur í síma 411 1111

 Mikilvægt er að láta skólahjúkrunarfræðing vita ef um ofnæmi er að ræða.

Áskriftartímabil hefst fyrsta skóladag að hausti. Sölu lýkur síðasta skóladag fyrir skólaslit. Ef nemendur fara í ferðalög á vegum skólans er sent með þeim nesti sem samsvarar máltíð.

Mjólk

Nemendur geta einnig fengið mjólk með morgunnesti. Ekki er greitt fyrir mjólkina. Nemendur í 1.-7. bekk þurfa að hafa með sér merkt plastglös að heiman. Nemendur í 8.-10. bekk fá mjólkina í morgunsölunni.

Prenta | Netfang