Skólaslit og útskrift – 5. júní
Skólaslit verða með breyttu sniði að þessu sinni.
Við ætlum að kveðja nemendur í 1.-7. bekk með „húllumhæi“ þann 5. júní með foreldralausri vorhátíð sem foreldrafélagið hefur verið svo elskulegt að leggja fjármuni í.
Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í sínar umsjónarstofur kl. 9, föstudaginn 5. júní. Hátíðin verður á skólalóðinni í Borgum og fara Engjanemendur til baka um 10:30
8. og 9. bekkir mæta á sal í Engi klukkan 10, en kveðja síðan skólann með umsjónarkennurum sínum.
Útskrift 10. bekkja verður á sal í Engi kl. 14 og má hver nemandi hafa tvo gesti með á útskriftina.