Skip to content

Skipulag fram að páskafríi – 30. mars – 3. apríl

Þá er komið að skipulagi fyrir næstu viku. Mið- og yngsta stig halda sínu plani, þeir sem voru tvo daga í þessari viku verða þrjá í næstu viku eins og sést á skipulaginu.
Tíminn sem unglingastigið fær lengist upp í 80 mínútur og við víxlum bekkjum á sama degi, B-hópur mætir í fyrri tímann og A-hópur í þann seinni.
Við viljum að unglingarnir nýti tímann sem best og mæti með skriffæri, vinnubækur og vasareikna. Nemendur geta fengið aðstoð við allar námsgreinar þegar þeir mæta og því er mikilvægt að allir nemendur á unglingastigi séu komnir inn á Google Classroom og fylgist með þar. Verkefni sem lögð eru fyrir nemendur eru þau verkefni sem við munum nýta í námsmati í vor, auk þeirra verkefna sem búið var að meta áður en Covid kom til sögunnar.