Skip to content

Plan næstu viku 23. – 27. mars

Þessi vika hefur gengið vonum framar og við stöndum enn býsna sterk að vígi, engin smit í starfsmanna- eða nemendahópi enn sem komið er.
Næstu viku verða allir nemendur meira í skólanum og yngri börnin í samfellu við Frístundina. Þar hefur starfsmönnum líka verið skipt upp í tvo hópa, verið dugleg að fylgjast með skipulaginu hjá þeim.
Ef til þess kemur að kennarar og starfsfólk kemst ekki til vinnu gætum við þurft að láta árganga sitja heima, við munum upplýsa foreldra/forráðamenn ef til þess kemur. 

Í næstu viku eiga nemendur á yngsta stigi að vera með hádegisnesti sem þau borða með kennara í stofunum áður en þau fara í Frístund.