Skip to content

Nemendaráð Vættaskóla

Almennar upplýsingar

Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum.
Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.

Viðvera í nemendafélagi er valgrein í Vættaskóla. Nemendur velja það að fara í nemendaráð sem er að mestu undir handleiðslu félagsmiðstöðvar. Helstu störf nemendaráðs er að sjá m.a. árshátíð unglinga og uppákomur í félagsmiðstöðinni. Einnig geta nemendur valið viðburðastjórnun sem er að mestu undir handleiðslu teymisstjóra í unglingadeild og sér um að skipuleggja helstu viðburði í skólanum t.d. félagsvist, árshátíð o.fl.

Fréttir úr starfi

Skrifstofu Vættaskóla hefur verið lokað

Opnunartímar á skrifstofum í Engjaskóla, Borgaskóla og Víkurskóla verða auglýstir síðar í sumar.

Nánar