Skip to content

Frístundastarf í Vættaskóla

Frístundaheimili (1. - 4. bekkur)

Í báðum byggingum eru starfrækt frístundaheimili, Brosbær í Engi og Hvergiland í Borgum.

Eru þau tvö af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ Brosbær og Hvergiland samnýta samnýta kennslustofur eins og tölvustofu, bókasafn, salinn og íþróttahúsið eftir samkomulagi við skóla. Börnin fá síðdegishressingu í matsölum á hvorum stað. Forstöðumaður Brosbæjar heitir María Una Óladóttir en í Hvergilandi stýrir Harpa Lind Guðnadóttir.

Félagsmiðstöðin Dregyn

Starfsfólk Félagsmiðstöðvar hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda í 5.-10. bekk. Forstöðumaður stýrir starfinu og hefur með sér starfsfólk í hlutastarfi. Leiðarljós félagsmiðstöðvarinnar er að tryggja öllum börnum og unglingum vellíðan og öryggi í starfi. Starfið í félagsmiðstöðinni þjálfar nemendur í að takast á við að skipuleggja eigin tómstundir og viðburði.  Ýmislegt er skipulagt  af hálfu nemenda og starfsfólks og er bæði um að ræða hópastarf, diskótek, leiki, keppnir og fleira.  Félagsmiðstöðin er ómissandi þáttur í starfi skólans og starfsfólkið vinnur náið með starfsfólki skólans. Félagsmiðstöðin Dregyn er með heimastöð í Borgum en starfið fer fram á báðum starfstöðvum.

Forstöðumaður Dregyn Stefán Örn Kárason, umsjónamaður unglingastarfs: 6955180 (Símatími: Mánudaga & miðvikudaga 08:00-16:00, þriðjudaga & fimmtudaga 13:00-22:00, föstudaga 12:00-13:00). Tölvupóstfang: stefan.orn.karason@reykjavik.is. Aðstoðar forstöðumaður er Valentína Tinganelli. Skrifstofa Dregyn Vættaskóla Borgir: 4117788 (Símatími: Þriðjudaga & Fimmtudaga 17:00-22:00) Skrifstofa Dregyn í Vættaskóla Engi: (Símatími: mánudaga og mðvikudaga 09:00-12:00)