Skip to content

Valgreinar í Vættaskóla

Uppýsingar um valgreinar í boði skólaárið 2019-2020

Valið eftir dögum

Umsókn um að meta íþóttir, tónlist eða myndlist sem valgrein

Valgreinar eru hluti af skyldunámi nemenda í 8. – 10. bekk. Með því að bjóða upp á meira val er verið að laga námið að áhuga og þörfum nemenda. Val nemenda hefur áhrif á skipulag skólans því það getur reynst erfitt að gera breytingar á vali eftir að skóli hefst að hausti. Sumar valgreinar eru blandaðar með nemendum í 8.- 10. bekk. Vegna fjöldatakmarkana í valgreinum þá er ekki er víst að nemendur fái allar þær valgreinar sem þeir hafa óskað eftir.

Val nemenda í áttunda bekk eru þrjár stundir, í níunda bekk fimm stundir og í tíunda bekk fimm kennslustundir yfir skólaárið. Sjá nánar lýsingar og valblað. Miðað er við að hver nemandi sé samtals 37 kennslustundir á viku yfir skólaárið.

Nemendur geta valið úr yfir sjötíu valhópum árlega og þar af eru yfir þrjátíu greinar sem telja má til
list-, verk- eða tæknináms. Grunnskólarnir í Grafarvogi hafa þróað sín á milli val í 9. og 10. bekk.

Í samstarfi við Borgarholtsskóla er einnig boðið upp  á málmtækninám. Val utan skóla er íþróttir, tónlist, myndlist og tungumálanám hjá viðurkenndum aðila. Auk þess er boðið upp á Íþróttaakademíu sem byggir á samstarfi unglingadeilda grunnskóla Grafarvogs og Fjölnis. Þó nemendur velji sér greinar er nám í valgreinum ekki frábrugðið námi í öðrum greinum. Gerðar eru  sömu kröfur og í öðrum greinum. Kennari ræður ferðinni og velur þær nálganir sem hann telur best henta hverju sinni. Gerðar eru kröfur til nemenda í samræmi við aldur þeirra og færni í valgreinum sem og öðrum greinum. Góðum verkum fylgir ævinlega ánægja og tryggasta leiðin til að vera ánægður í skóla er nú sem fyrr að leggja sig fram.