Skip to content

Námsmat

Námsmat í Vættaskóla byggist aðallega á leiðsagnarmati og lokamati. Með leiðsagnarmati eru framfarir nemenda metnar í þeim tilgangi að nota niðurstöðurnar til að gera nauðsynlegar breytingar á námi og kennslu. Nemendur ígrunda hvað þeir geta gert betur og kennarar vega og meta eigin kennslu. Lokamat gefur upplýsingar um árangur náms og kennslu í lok námslotu eða námstíma.

Í Vættaskóla er áhersla lögð á fjölbreyttar námsmatsaðferðir og að sem flestir þættir námsins séu metnir; þekking, skilningur, hugsun, sköpun, færni og leikni. Nefna má ólíkar gerðir verkefna, prófa og kannana t.d.  skrifleg og munnleg próf, próf þar sem hjálpargögn eru leyfð, verkleg próf, samvinnupróf og rafræn próf. Kennarar nýta sér fjölbreyttar matsleiðir eins og frammistöðumat, leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat. Þá eru skimunarpróf notuð með skipulegum hætti til að greina stöðu nemenda og lesfimipróf lögð fyrir alla aldurshópa þrisvar á skólaárinu.  

Í Vættaskóla eru tvær annir, haustönn og vorönn. Foreldrasamráð er á haustönn og vorönn og þá er farið yfir bæði námslega og félagslega stöðu nemenda. Ekki er gert ráð fyrir prófalotum fyrir þessa skiladaga heldur að námsleg staða sé í sífelldu matsferli. Vitnisburður er síðan gefinn í lok skólaárs.  

Námsmatsbæklingur