Súpufundur fyrir foreldra/forráðamenn 20.sept. kl 18 í Borgum

Við minnum á súpufund fyrir foreldra/forráðamenn Vættaskóla þar sem Páll Ólafsson félagsráðgjafi og faðir fimm barna verður með erindið Jákvæð samskipti - skipta þau máli? í Borgum kl. 18 miðvikudaginn 20. sept nk. 
Erindið á erindi við alla foreldra/forráðamenn og þá sem koma að uppeldi barna. Páll mun einnig halda erindi sitt fyrir allt starfsfólk Vættaskóla. 

Gott er að melda sig á Facebook-síðu Foreldrafélags Vættaskóla svo við getum gert hagstæð innkaup, en auðvitað þarf ekki að melda sig, allir velkomnir. 
Vonumst til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn. 

Prenta | Netfang