Bókasafnsdagurinn og dagur læsis er í dag. Lestur er bestur- fyrir lýðræði

dagurlaesissep17

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Í tilefni dagsins munu bókasöfn af öllum gerðum víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Bókasafnsdagurinn í ár er tileinkaður lýðræði og hlutverki bókasafna í lýðræðissamfélögum.   Á skólabókasöfnunum í Vættaskóla eru nú í boði bókamerki handa öllum lestrarhestum og verður í boði út september.

Kennarar í Vættaskóla hafa haldið dag læsis hátíðlegan með skemmtilegum uppákomum.  Á yngsta stigi og miðstigi var samlestur í 20 mínútur og afraksturinn síðan skráður hjá hverjum bekk. Í unglingadeild var gjörningur framkvæmdur.  Allir nemendur komu inn í sal með lesefni að eigin vali.

Prenta | Netfang