Skólasetning Vættaskóla

skolastjoriÍ gær setti nýr skólastjóri, Þuríður Óttarsdóttir, Vættaskóla.  Þuríður mun starfa sem skólastjóri í vetur meðan Jóhanna Vilbergsdóttir skólastjóri er í námsleyfi. 
Starfsfólk skólans hefur verið önnum kafið að undirbúa skólastarfið síðustu daga.  Allt er að smella saman og það var góð tilfinning að sjá húsin fyllast af nemendum í dag.
Megináherslur skólastarfsins í vetur verða á heilsueflandi skóla, aukna umhverfisvitund, góð samskipti í hvívetna, mikilvægi samskipti heimilis og skóla, læsi nemenda og áframhaldandi þróun námsmats.
Mikilvægt er að foreldrar fylgist með námi barna sinna á Mentor og starfsfólk skrifstofu er alltaf til í að leiðbeina við notkun þess.  Bæði nemendur og forráðamenn eiga að hafa lykilorð að Mentor, ef því er ábótavant mun skrifstofustarfsfólk aðstoða við aðgang.
Frá og með morgundeginum fer allt skólastarf á fullt samkvæmt stundarskrá, nema sund sem byrjar í næstu viku og valgreinar á unglingastigi.

Prenta | Netfang