Bókasafn

Skólasöfn Vættaskóla eru bæði í björtu og rúmgóðu húsnæði á annarri hæð skólanna og eru ætluð nemendum og starfsmönnum skólans.

Markmið safnsins er m.a.

 • Að leiðbeina nemendur við að nota safnið til náms og skemmtunar
 • Að hjálpa nemendum við að verða sjálfbjarga við að afla heimilda við skólatengd verkefni og finna þau gögn sem tilheyra safninu
 • Að örva áhuga nemenda á bókum og lestri
 • Að styðja sem best við það starf sem fram fer í skólanum og aðstoða nemendur og starfsfólk við öflun hverskonar efnis

Á skólasafninu gilda einfaldar reglur

 • Að ganga rólega og hljóðlega um og taka tillit til annarra
 • Að fara vel með öll safngögn og setja þau á sinn stað þegar búið er að nota þau

Útlán

 • Nemendur geta fengið lánaðar þrjár bækur í senn
 • Útlánstími er 3 vikur og ef þörf krefur er hægt að framlengja lán
 • Flestar bækur safnsins eru lánaðar heim, orðabækur og önnur uppsláttarrit eru þó aðeins til afnota í skólanum
 • Myndbönd/diskar eru einungis lánuð út til kennara skólans
 • Hljóðbækur eru lánaðar til nemenda að beiðni umsjónar- eða sérkennara

Tenglar

Gegnir.is

Leitir.is

Prenta | Netfang