Skip to content

Jólaskemmtanir og jólafrí

Á morgun verður skertur dagur í Vættaskóla, jólaball og skemmtilegheit í umsjónarstofum. Nemendur mæta, með sparinesti í skólann kl. 10:00 og fara heim kl. 11:30 nema nemendur sem eru í frístund.
Hvorki skólinn né frístund er með gæslu um morguninn en skólinn er með gæslu fyrir nemendur sem fara í frístund frá 11:30-12:00 en þá tekur frístundin við.

Svo tekur jólafríið við, 3. janúar er starfsdagur starfsmanna en nemendur mæta mánudaginn  6. janúar en þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá í öllum árgöngum.

Gleðileg jól