Skip to content

Jólagleði í Vættaskóla

Eins og sjá má af myndunum hér að neðan er töluvert um uppbrot í skólastarfinu í Vættaskóla, síðustu dagana fyrir jólafrí. Fyrir utan jólaföndur og skreytingar í öllum árgöngum þá gekk fimmti bekkur syngjandi um ganga skólans á degi heilagrar Lúsíu föstudaginn 13. des. Fjórðu bekkir í báðum húsum sýndu helgileik fyrir foreldra og samnemendur í byrjun vikunnar og félagsvist var á unglingastiginu í dag, svo fátt eitt sé talið.