Skip to content

Hundar sem gæludýr

Á unglingastigi erum við með nýtt val sem heitir Hundar sem gæludýr. Markmiðið með valáfanganum er að nemendur læri að umgangast hunda og viti hvað beri helst að varast varðandi hundahald. Farið er með hundana í göngutúra um hverfið en með þeim hætti læra bæði nemendur og hundar að umgangast stóran hóp af hundum. Einnig er farið yfir umhirðu gæludýra, almenna fræðslu um eiginleika hunda, fjallað um þróun og sögu hundategunda í tímans rás, tengsl manns og hunds og margvísleg hlutverk hunda í samfélögum manna.