Forfallatilkynningar

Nemendum ber að mæta í skólann stundvíslega hvern einasta skóladag nema veikindi eða aðrar gildar ástæður hamli. Skráning þarf að hafa borist áður en kennsla hefst að morgni.

Veikinda- og leyfistilkynningar- síminn opnar kl 7:40 í síma 411-7750.
Einnig bendum við á að hægt er að skrá veikindi í mentor: Ástundun- tilkynna veikindi - velja dag.
Hægt að skrá daginn í dag + morgundaginn ef það er vitað.
Þegar skráning er samþykkt á skrifstofu fær aðstandandi tölvupóst til staðfestingar. 

  • Leyfi vegna veikinda – þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni. 
  • Leyfi í stökum tíma - þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni. 
  • Leyfi heilan dag eða nokkra daga - Þarf að sækja um skriflega.

Eyðublöðin eru á skrifstofunum en hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu skólans www.vaettaskoli.is. Taka skal fram nafn nemanda og bekk, tímabil og ástæðu leyfisbeiðni. Ef leyfið er í einn dag þá er það skráð inn í ástundun í Mentor. Ef leyfið er fyrir tvo daga eða fleira fá foreldrar senda tilkynningu í tölvupósti.

SMS sendingar frá skóla Í einstaka tilfellum þarf að fella niður kennslu að morgni þá fá foreldrar sent sms.
Vottorð vegna fjarveru í íþróttum/sundi Ef nemandi getur ekki stundað íþróttir eða sund í 10 daga eða meir þá þarf að fá vottorð frá lækni. Ef nemandi er með vottorð í sundi á unglingastiginu þá á hann að mæta í kennslu og vinna íþróttatengd verkefni undir stjórn kennara.

Mentor- yfirfara skráðar upplýsingar Hér er slóð á kennslumyndband varðandi skráðar upplýsingar um foreldra í mentor. https://www.youtube.com/watch?v=bjao4FXrOxM 

Vinsamlega farið yfir hvort skráningar séu réttar þannig að tryggt sé að skólinn hafi réttar upplýsingar varðandi heimilisfang, símanúmer og netföng. Þar sem fleiri en einn bekkur eru í árgangi á sömu starfsstöð hafa foreldrar nú aðgang að öllum hópnum. Hægt er að stilla hvaða upplýsingar eru sýnilegar öðrum.

Prenta | Netfang