Skip to content
09 mar'20

Samræmd könnunarpróf í níunda bekk

Samræmd könnunarpróf eru í níunda bekk næstu daga. Þriðjudaginn 10. mars er könnunarpróf í íslensku, miðvikudaginn 11. mars er stærðfræði og fimmtudaginn 12. mars enska. Ekki er kennsla hjá níunda bekk þess daga – prófað verður bæði í Borgum og Engi samkvæmt skipulagi sem búið er að senda nemendum.

Nánar
06 mar'20

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls Sameykis

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til ótímabundins verkfalls, sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg, frá og með mánudeginum 9. mars nk. Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf…

Nánar
03 mar'20

Upplýsingar vegna COVID-19 – íslenska, enska, pólska og filippseyska

Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði.  Ef börn eða…

Nánar
03 mar'20

Lífshlaupið

Nemendur Vættaskóla unnu lífshlaupið í ár eins og undanfarin ár. Starfsfólk Vættaskóla stóð sig líka vel, voru í 3. sæti í mínútufjölda en 2. sæti í dagafjölda. Kristín íþróttakennari sem er helsti hvatningarmaður lífshlaupsins í Vættaskóla ásamt Þuríði skólastjóra tóku á móti viðurkenningum í Laugardalshöll á föstudag

Nánar
02 mar'20

Vegna innritunar nemenda í norðanverðum Grafarvogi

Miðvikudaginn 4. mars nk. fer fram innritun í grunnskóla borgarinnar í gegnum Rafræna Reykjavík (https://rafraen.reykjavik.is). Allir nemendur sem hefja nám í 1. bekk skólaárið 2020 – 2021 fá fljótlega póstkort þar sem þeir eru boðnir velkomnir í grunnskóla borgarinnar. Eins og ykkur er væntanlega kunnugt standa fyrir dyrum breytingar á fyrirkomulagi skólastarfs í norðanverðum Grafarvogi.…

Nánar
27 feb'20

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag voru valdir fulltrúar Vættaskóla í Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Grafarvogskirkju þann 9. mars. Þátt tóku þau Erla, Eva, Hrafnheiður, Lea, Óðinn og Thelma úr 7. bekk og Kolbrún Rut var kynnir. Dómarar voru Eygerður og Heiðdís kennarar á unglingastigi og Vala Nönn. Úrslitin urðu þau að Eva varð í fyrsta sæti,…

Nánar
25 feb'20

Dagskrá öskudags

Á öskudag þ.e. miðvikudaginn 26. febrúar er skertur dagur í Vættaskóla. Nemendur á yngsta stigi (1.-4. bekk) mæta í skólann kl. 8:20 og fara heim kl. 11:55. Miðstig (5.-7. bekkur) mætir kl. 8:30-12:00. Við ætlum að hafa opnar stofur með ýmsum stöðvum og nemendur fá að flakka á milli og finna sér eitthvað við sitt…

Nánar
13 feb'20

Rauð viðvörun og aftakaveður föstudaginn 14. febrúar

Samkvæmt veðurspá verður aftakaveður á morgun og er fólk hvatt til að halda sig heima. Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema…

Nánar