Skip to content
26 mar'20

Netskákmót

Skóla- og frístundasvið hefur blásið til sóknar í skákíþróttinni. Það verður boðið upp á uppá netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri nokkrum sinnum í viku á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt í þessum skákmótum. Hér eru skrefin sem þarf að fara…

Nánar
20 mar'20

Plan næstu viku 23. – 27. mars

Þessi vika hefur gengið vonum framar og við stöndum enn býsna sterk að vígi, engin smit í starfsmanna- eða nemendahópi enn sem komið er. Næstu viku verða allir nemendur meira í skólanum og yngri börnin í samfellu við Frístundina. Þar hefur starfsmönnum líka verið skipt upp í tvo hópa, verið dugleg að fylgjast með skipulaginu…

Nánar
16 mar'20

Skipulag á skólahaldi 17.3-20.3

Að mörgu er að hyggja og verður skólastarf verulega skert í Vættaskóla.  Fyrir því liggja margar ástæður, við förum eftir öllum tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum hvað varðar takmarkanir á skólastarfi,  við takmörkum viðveru fullorðinna á sama tíma á vinnustaðnum og biðjum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að vinna heiman frá sér. Sjá auglýsingu um takmarkanir…

Nánar
15 mar'20

Til foreldra/forráðamanna nemenda í Vættaskóla

Eins og öllum er kunnugt verður skólahald skert næstu vikur. Við munum senda foreldrum á morgun hvernig skipulagið verður svo hægt sé að gera ráðstafanir. Mikilvægt er fyrir okkur að vita ef foreldrar/forráðamenn ætla að halda börnum sínum heima og biðjum við ykkur um að tilkynna það til skólans í gegnum Mentor á morgun mánudag.…

Nánar
14 mar'20

Starfsdagur í skóla og frístund á mánudaginn 16. apríl – upplýsingar á íslensku, ensku, pólsku og filipseysku má sjá í fréttinni.

STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir. Þegar…

Nánar
10 mar'20

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í Grafarvogi var haldin í Grafarvogskirkju í gær. Markmið keppninnar er að vekja áhuga à vönduðum upplestri og framburði. Eva Hlynsdóttir og Erla Kristín Ásgeirsdóttir stóðu sig með prýði fyrir hönd Vættaskóla og þökkum við þeim innilega fyrir þátttökuna.

Nánar
09 mar'20

Samræmd könnunarpróf í níunda bekk

Samræmd könnunarpróf eru í níunda bekk næstu daga. Þriðjudaginn 10. mars er könnunarpróf í íslensku, miðvikudaginn 11. mars er stærðfræði og fimmtudaginn 12. mars enska. Ekki er kennsla hjá níunda bekk þess daga – prófað verður bæði í Borgum og Engi samkvæmt skipulagi sem búið er að senda nemendum.

Nánar
06 mar'20

Upplýsingar vegna fyrirhugaðs verkfalls Sameykis

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu hefur boðað til ótímabundins verkfalls, sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg, frá og með mánudeginum 9. mars nk. Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma. Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf…

Nánar