Skip to content
25 feb'20

Dagskrá öskudags

Á öskudag þ.e. miðvikudaginn 26. febrúar er skertur dagur í Vættaskóla. Nemendur á yngsta stigi (1.-4. bekk) mæta í skólann kl. 8:20 og fara heim kl. 11:55. Miðstig (5.-7. bekkur) mætir kl. 8:30-12:00. Við ætlum að hafa opnar stofur með ýmsum stöðvum og nemendur fá að flakka á milli og finna sér eitthvað við sitt…

Nánar
13 feb'20

Rauð viðvörun og aftakaveður föstudaginn 14. febrúar

Samkvæmt veðurspá verður aftakaveður á morgun og er fólk hvatt til að halda sig heima. Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið frá kl. 7 í fyrramálið sem þýðir að fólk á ekki að vera á ferðinni nema…

Nánar
06 feb'20

Fræðsluerindi – Eitt líf

Í gær var haldinn súpufundur fyrir foreldra/forráðamenn Keldu- og Vættaskóla þar sem boðið var upp á fræðslu frá „Eitt líf“ minningarsjóði Einars Darra. Silvana heimilisfræðikennari eldaði súpuna og bakaði dýrindis brauð. Fræðandi og góð samverusund.

Nánar
05 feb'20

Hundar sem gæludýr

Á unglingastigi erum við með nýtt val sem heitir Hundar sem gæludýr. Markmiðið með valáfanganum er að nemendur læri að umgangast hunda og viti hvað beri helst að varast varðandi hundahald. Farið er með hundana í göngutúra um hverfið en með þeim hætti læra bæði nemendur og hundar að umgangast stóran hóp af hundum. Einnig…

Nánar
31 jan'20

Forritun í 5. bekk

Það var mikið um að vera hjá 5. bekk þegar nemendur voru að forrita  Sphero-kúlur í stærðfræði  í vikunni. Þá þarf að mæla bæði lengdir og gráður. Nemendur voru afar áhugasamir og voru fljótir að ná tökum á þessari forritun.

Nánar
24 jan'20

Heimsókn í Ásmundarsafn

Myndmenntahópur í 4. bekk í Borgum heimsótti  Ásmundarsafn í síðustu viku og fékk leiðsögn og smá verkefni hjá Andreu. Nemendur skoðuðu og fræddust um Ásmund Sveinsson, verkin hans og húsið.  Þeir sáu einnig verk eftir Ólöfu Nordal, bæði hljóðverk og skúlptúra.

Nánar
23 jan'20

Gul viðvörun í dag, fimmtudag

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til klukkan 15:00 í dag, fimmtudag. Mælt er með því að foreldrar og forráðamenn barna yngri en 12 ára sæki börn sín í lok skóladags, meðan gul viðvörun er í gildi. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk A yellow weather warning…

Nánar
13 jan'20

Gul viðvörun þriðjudaginn 14. janúar

Fyrirsjáanlegt er að veður verði vont í fyrramálið, þriðjudaginn 14. janúar, og eru foreldrar og forráðamenn yngri barna beðnir um að fylgja börnum sínum, 12 ára og yngri, í skólann. A yellow weather alert is in place for the greater Reykjavík area. Parents and guardians of children under 12 years of age are asked to accompany their…

Nánar