Skip to content

Frá fimmtu bekkjum

Þrátt fyrir samkomubann og skert skólahald eru nemendur ekki af baki dottnir. Krakkarnir í 5. bekk hafa til dæmis verið að vinna að áhugasviðsverkefni um landshlutana í námsefni um landafræði Íslands. Nú síðustu tvær vikurnar fyrir páska tóku þau fyrir Vesturland og Vestfirði. Afraksturinn má sjá á stóru Íslandskorti á veggnum í Borgum. Þau hafa unnið þessi verkefni heima og sett svo inn á Google Classroom þangað sem við kennararnir sækjum þau og setjum á vegginn. Eftir páska náum við vonandi að ljúka við alla hina landshlutana. Með því að bera myndavélina á símanum (iPhone og sumir Android) upp að QR kóðanum er hægt að lesa innihaldið. Á sumum Android símum þarf að hlaða niður QR-kóða lesara. Athugið líka að til að opna skjölin þarf að vera innskráður með @gskolar.is netfanginu sínu. Allir nemendur skólans eiga slíkt netfang.