Skip to content

Forfallatilkynningar

Nemendum ber að mæta í skólann stundvíslega hvern einasta skóladag nema veikindi eða aðrar gildar ástæður hamli. Skráning þarf að hafa borist áður en kennsla hefst að morgni.

Veikinda- og leyfistilkynningar- síminn opnar kl 7:40 í síma 411-7750.
Einnig bendum við á að hægt er að skrá veikindi í mentor: Ástundun- tilkynna veikindi - velja dag.
Hægt að skrá daginn í dag og morgundaginn ef það er vitað.
Þegar skráning er samþykkt á skrifstofu fær aðstandandi tölvupóst til staðfestingar.

  • Leyfi vegna veikinda – þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni.
  • Leyfi í stökum tíma - þarf að tilkynna áður en kennsla hefst að morgni.
  • Leyfi heilan dag eða nokkra daga - Þarf að sækja um skriflega.

Hægt er að sækja um rafrænt hér fyrir neðan. Taka skal fram nafn nemanda og bekk, tímabil og ástæðu leyfisbeiðni. Ef leyfið er í einn dag þá er það skráð inn í ástundun í Mentor. Ef leyfið er fyrir tvo daga eða fleira fá foreldrar senda tilkynningu í tölvupósti.

Ef óskað er eftir leyfi í fleiri en 6 skóladaga eru foreldrar kallaðir á fund skólastjórnenda þar sem farið er yfir 8. grein grunnskólalaga númer 91. um ábyrgð foreldra á námi barna sinna í leyfum.  Leyfi frá skóla telst tímabundin undanþága frá skólaskyldu barns. Foreldrar bera ábyrgð á námi nemenda meðan þeir eru í leyfi sbr. 15. grein grunnskólalaga: „Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur“.

Ef í ljós kemur að sótt er ítrekað um leyfi eða tilkynnt eru veikindi fyrir nemanda í einstakri námsgrein ber umsjónarkennara að kanna ástæður þess hjá foreldrum/forráðamönnum.

Vottorð vegna fjarveru í íþróttum/sundi

Ef nemandi getur ekki stundað íþróttir eða sund í 10 daga eða meir þá þarf að fá vottorð frá lækni. Ef nemandi er með vottorð í sundi á unglingastiginu þá á hann að mæta í kennslu og vinna íþróttatengd verkefni undir stjórn kennara.

Mentor- yfirfara skráðar upplýsingar Hér er slóð á kennslumyndband varðandi skráðar upplýsingar um foreldra í mentor. https://www.youtube.com/watch?v=bjao4FXrOxM

Vinsamlega farið yfir hvort skráningar séu réttar þannig að tryggt sé að skólinn hafi réttar upplýsingar varðandi heimilisfang, símanúmer og netföng. Þar sem fleiri en einn bekkur eru í árgangi á sömu starfsstöð hafa foreldrar nú aðgang að öllum hópnum. Hægt er að stilla hvaða upplýsingar eru sýnilegar öðrum.


    Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur. (15. grein grunnskólalaga)