Foreldrafélag Vættaskóla
Almennar upplýsingar
Foreldrafélag hefur verið starfandi í báðum húsum frá upphafi og var sameinað í eitt félag við sameiningu skólanna. Það hefur unnið með skólanum að velferð og hagsmunum nemenda og styrkt skólann í hvívetna. Félagið er með fasta viðburði í skólastarfinu, s.s. jólaföndur, friðargöngu, páskabingó, vorhátíð og leikhúsferðir fyrir nemendur og foreldra. Einnig hefur félagið í samvinnu við skólann fengið fyrirlesara á fundi og styrkt skólann með gjöfum. Stjórn foreldrafélags er ýmist kosin að vori eða strax að hausti og er skipuð fimm foreldrum og jafn mörgum varamönnum. Jafnframt eru tveir bekkjarfulltrúar í hverjum bekk sem vinna með umsjónarkennurum að félagslegu uppeldi nemenda. Einnig vinna þeir að því að efla kynni foreldra og skipuleggja vinahópa. Stjórn foreldrafélagsins sér um skipulagningu foreldrarölts.
Samskipti heimila og skóla
Starfsmenn Vættaskóla leggja áherslu á gott samstarf við foreldra um veru barna í skólanum. Gagnkvæm og virk upplýsingagjöf milli starfsfólks og heimila stuðlar að gagnkvæmu trausti. Miklu varðar að foreldrar upplýsi starfsmenn skólans um atriði sem geta haft áhrif á líðan barnsins í skólanum (viðburðir, lyf, veikindi eða önnur áföll). Lögð er áhersla á reglulegar upplýsingar um námsframvindu og líðan frá skóla til heimilis en einnig nána samvinnu um úrlausn vandamála sem koma upp. Foreldrum er boðið að koma í skólann bæði til að fræðast og til að bera upp erindi og spurningar á fundum eða í viðtölum og einnig til að skemmta sér með börnum sínum, vera á sýningum með þeim eða til að fræðast af þeim um skólastarfið. Foreldrar geta óskað eftir viðtölum við kennara og einnig eru höfð samskipti með tölvupósti, fundum, og í gegnum skráningarkerfi skólans mentor.is og heimasíðu hans.
Markmið
Að tryggja hagsmuni og velferð nemenda og tryggja gagnkvæmt traust og virðingu milli skóla og skólaforeldra. Mikilvægt er að samræmi sé í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum.
Handbók foreldrafélaga grunnskóla
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða. Hér getur þú nálgast sem pdf skjal. Handbók foreldrafélaga grunnskóla.
Stjórnir foreldrafélaga - frá SAMFOK
Upplýsingar varðandi foreldrafélög frá SAMFOK sem eru samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík.
Fréttir úr starfi
Opnunartímar á skrifstofum í Engjaskóla, Borgaskóla og Víkurskóla verða auglýstir síðar í sumar.
Nánar