Skip to content

Endurskinsmerki í Vættaskóla

Nú er dimmasti tími ársins og því mikilvægt að allir séu vel sýnilegir.  Samgöngustofa gaf nemendum Vættaskóla endurskinsmerki sem voru afhent öllum nemendum í vikunni.  Endurskinsmerkin eru lífleg og skemmtileg og auðvelt að setja þau á fatnað.  Mikilvægt að taka umræðuna um að endurskinsmerkin bjarga mannslífum sem er miklu meira töff en að nota þau ekki.
Á myndinni má sjá flottar stelpur úr fimmta bekk með endurskinsmerkin