Skip to content

Dagskrá öskudags

Á öskudag þ.e. miðvikudaginn 26. febrúar er skertur dagur í Vættaskóla. Nemendur á yngsta stigi (1.-4. bekk) mæta í skólann kl. 8:20 og fara heim kl. 11:55. Miðstig (5.-7. bekkur) mætir kl. 8:30-12:00. Við ætlum að hafa opnar stofur með ýmsum stöðvum og nemendur fá að flakka á milli og finna sér eitthvað við sitt hæfi. „Hafa það gaman saman“.

Nemendur sem eru í frístund Brosbæ/Hvergilandi verða í umsjón stuðningsfulltrúa þar til frístund opnar kl. 13:40. Starfsmenn frá frístund koma og aðstoða stuðningsfulltrúa kl.12:30.