Skip to content
03 jún'20

Skólaslit og útskrift – 5. júní

Skólaslit verða með breyttu sniði að þessu sinni. Við ætlum að kveðja nemendur í 1.-7. bekk með „húllumhæi“ þann 5. júní með foreldralausri vorhátíð sem foreldrafélagið hefur verið svo elskulegt að leggja fjármuni í. Nemendur í 1. – 7. bekk mæta í sínar umsjónarstofur kl. 9, föstudaginn 5. júní.  Hátíðin verður á skólalóðinni í Borgum…

Nánar
02 jún'20

Heimsókn í Gufunesbæ

Í dag fóru nemendur í 1. – 7. bekk í Gufunesbæ, grillaðar voru pylsur og allir skemmtu sér hið besta.

Nánar
13 apr'20

Skipulag vikunnar

Kennsla hefst að nýju í Vættaskóla á miðvikudaginn 15. apríl samkvæmt skóladagatali. Skipulagið er með svipuðum hætti og var fyrir páska en tíminn sem 1.-7. bekkur er í skólanum er aðeins lengri. Í vikunni þar á eftir ætlum við að leggja enn meiri áherslu á netskóla fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Ef barnið þitt sem…

Nánar
03 apr'20

Páskakveðja frá skólastjóra

Kæru foreldrar/forráðamenn, nemendur og starfsfólk Vættaskóla Þá er langþráð páskaleyfi fram undan og undir venjulegum kringumstæðum hvetti ég fólk til þess að ferðast um landið, njóta samvista við fólkið sitt og rækta vináttuna.  En nú er þessu öðruvísi farið og það reynir á okkur öll að gera páskana að góðri samverustund með okkar fólki meðan…

Nánar
03 apr'20

Frá fimmtu bekkjum

Þrátt fyrir samkomubann og skert skólahald eru nemendur ekki af baki dottnir. Krakkarnir í 5. bekk hafa til dæmis verið að vinna að áhugasviðsverkefni um landshlutana í námsefni um landafræði Íslands. Nú síðustu tvær vikurnar fyrir páska tóku þau fyrir Vesturland og Vestfirði. Afraksturinn má sjá á stóru Íslandskorti á veggnum í Borgum. Þau hafa…

Nánar
27 mar'20

Skipulag fram að páskafríi – 30. mars – 3. apríl

Þá er komið að skipulagi fyrir næstu viku. Mið- og yngsta stig halda sínu plani, þeir sem voru tvo daga í þessari viku verða þrjá í næstu viku eins og sést á skipulaginu. Tíminn sem unglingastigið fær lengist upp í 80 mínútur og við víxlum bekkjum á sama degi, B-hópur mætir í fyrri tímann og…

Nánar
26 mar'20

Netskákmót

Skóla- og frístundasvið hefur blásið til sóknar í skákíþróttinni. Það verður boðið upp á uppá netskákmót fyrir alla krakka á grunnskólaaldri nokkrum sinnum í viku á meðan aðrar íþróttir/tómstundir hjá nemendum liggja niðri. Við hvetjum ykkur til að benda ykkar börnum á að taka þátt í þessum skákmótum. Hér eru skrefin sem þarf að fara…

Nánar
20 mar'20

Plan næstu viku 23. – 27. mars

Þessi vika hefur gengið vonum framar og við stöndum enn býsna sterk að vígi, engin smit í starfsmanna- eða nemendahópi enn sem komið er. Næstu viku verða allir nemendur meira í skólanum og yngri börnin í samfellu við Frístundina. Þar hefur starfsmönnum líka verið skipt upp í tvo hópa, verið dugleg að fylgjast með skipulaginu…

Nánar