sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Nýtt símanúmer Vættaskóla

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun í Vættaskóla.
Nýtt símanúmer skólans er 411-7750

Prenta | Netfang

Grunnskólamót Fjölnis í sundi

Grunnskólamót Fjölnis í sundi fór fram í Sundlaug Grafarvogs þriðjudaginn 16. október. 83 nemendur frá 6 skólum tóku þátt. Þetta er í fyrsta skipti sem sunddeild Fjölnis heldur sundmót fyrir grunnskólanemendur og var mikil ánægja með þetta framtak.  Eftir mótið fengu allir keppendur þátttökuverðlaun og Foldaskóli bikar til eignar.

Nemendur Vættaskóla stóðu sig mjög vel og enduðu í öðru sæti en Foldaskóli sigraði.

1. sæti    Foldaskóli
2. sæti    Vættaskóli
3. sæti    Rimaskóli
4. sæti    Kelduskóli
5. sæti    Hamraskóli
6. sæti    Húsaskóli

Prenta | Netfang

Bleikir dagar í Vættaskóla

 bleikur fostudagur 36 large

Október er mánuður Bleiku slaufunnar og árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Landsmenn voru beðnir  um að klæðast einhverju Bleiku föstudaginn 12. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni.

Í tilefni dagsins klæddust nemendur og starfsfólk Vættaskóla bleikum fatnaði, borðuðu bleikan hrísgrjónagraut og skemmtu sér yfir fjölskrúðugum fatnaði hvers annars.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...