sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Vættaskólahlaupið

Fyrsta Vættaskólahlaupið var hlaupið í morgun í haustblíðunni. Hlaupið er liður í Norræna skólahlaupinu sem er um 2.5 km að lengd.

Við fengum flottan gest til að hlaupa með okkur en það var enginn annar en Jón Margeir Sverrisson Ólympíumeistarinn okkar. Hann hljóp með krökkunum og sýndi þeim síðan gullpeninginn sinn og sumir mátuðu hann um hálsinn og voru með það á hreinu að vinna sér inn Ólymípugull síðar á lífsleiðinni.

Að hlaupi loknu bauð foreldrafélagið upp á djús og kex. Skemmtilegur endir á góðri viku í Vættaskóla.

Hér má sjá myndir af hlaupagörpunum í slideshow en einnig er hægt að skoða myndirnar á myndasíðu skólans hér til hliðar. Þar eru þær vistaðar sem sameiginlegir viðburðir.

{pgslideshow id=19|width=500|height=400|delay=3000|image=L}

Prenta | Netfang

Góðar gjafir til Vættaskóla

Góðar gjafir til heimilsfræðistofu

Hingað komu góðir gestir, þær Margrét Pálfríður Magnúsdóttir  og Kristrún Gunnlaugsdóttir frá Lionsklúbbnum Fold. Þær komu færandi hendi með gjafir til heimilisfræðikennslu og vildu launa fyrir afnot sem Lionsklúbburinn hefur stundum fengið af heimilisfræðistofunni í Borgum.

Þau Enok, Katrín, Sölvi, Aníta og Agnar sem öll eru nemendur í 2. bekk í Borgum veittu gjöfunum viðtöku.

Kærar þakkir fyrir okkur.

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...