sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Íslenskuverðlaunin í ár

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru að venju afhent á degi íslenskrar tungu. Það var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari verðlaunanna sem afhenti m.a. þremur nemendum Vættaskóla sín verðlaun fyrir góða frammistöðu í íslensku. Markmið Íslenskuverðlaunanna er að hvetja nemendur til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs og vekja þau til vitundar um auðinn í íslenskri tungu.

Það voru þær Anna Huyen Ngo,  Bríet Sigurjónsdóttir og Hólmfríður Ásta Hjaltadóttir sem hömpuðu verðlaununum að þessu sinni. 

Á myndinni má sjá þær Bríeti og Hólmfríði með verðlaunagripina sína.

islensku verdlaun

 

 

 

Prenta | Netfang

Glæsilegur árangur í listdansi á skautum

Þann 3. nóvember fór fram á skautasvellinu  í Egilshöll keppni í listdansi á skautum; svokallað Kristalsmót. Keppendur voru frá skautafélaginu Birninum og Skautafélagi Reykjavíkur.  

Í stúlknaflokki C sigraði Silja Björk Þórðardóttir 10. AS í  og í stúlkna flokki yngri en 12 ára varð Halldóra Áskellsdóttir 8.RH. í 2.sæti. Þær eru báðar í Vættaskóla og keppa fyrir skautafélagið Björninn. Glæsilegur árangur hjá þeim!

Meðfylgjandi er mynd af Silju að taka við verðlaunum sínum.

Silja kristalsmot Large

 

Prenta | Netfang

bilun í símkerfi

Vegna rafmagnsleysis í Grafarvoginum er símkerfið okkar búið að vera í ólagi í morgun. Unnið er að viðgerð.

Bendum á að hægt er að skrá veikindi nemenda á www.mentor.is

Netfangið okkar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...