sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Góð framtakssemi


Sara Rut ÝmisdóttirSara Rut Ýmisdóttir í 6.bekk sendi Jóni Gnarr, borgastjóra, bréf vegna þess að lýsingin á gönguleið hennar í skólann var ábótavant. Hún ákvað að reyna að bregðast við vandanum í stað þess að ergja sig bara á honum. Aðeins 3-4 dögum eftir að hún sendi bréfið þá var búið að laga alla lýsinguna á leið hennar í skólann og hún mjög sátt. Í bréfi sínu til borgarstjórans teiknaði hún leið sína í skólann og alla ljósastaurana og merkti við þá sem að þurfti að lagfæra.

Hún skrifað undir bréfið sem Sara Rut í 6. bekk í Vættaskóla, þannig að borgarstjórinn hefur þurft að hafa smá fyrir því að finna út hver þetta væri og hvar hún byggi til þess að geta sent henni svarbréf við athugasemd hennar.

Það sem fékkst út úr þessu framtaki hennar er að lýsingin á leið barnanna í skólann er orðinn góð.

Prenta | Netfang

Litlir listamenn

Krakkarnir í 2.bekk í Engjum hafa verið að teikna húsið sitt í tölvutíma og einnig sig sjálf við að gera eitthvað skemmtilegt. Kannski kannast einhver við húsið sitt í þessum listaverkum.husidmitt jakobmh3150 MVAE B1210 212C-44168

 

Prenta | Netfang

Myndasafnið

Við hvetjum nemendur og aðstandendur til að skoða skemmtilegar og fræðandi myndir úr skólastarfinu sem má finna hér á heimsíðu skólans.    

Hver árgangur á sína myndasíðu og síðan eru myndir sem teknar eru við sameiginleg tækfæri á sér svæði. Það eru stöðugt að berast nýjar myndir á myndasvæðið þannig að það er um að gera að kíkja reglulega þar inn. Krækja á myndasafnið er hér hægra megin á síðunni. Hér eru síðan smá sýnishorn af því sem þar er að finna.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...