sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

Göngum í skólann

Í dag hefst verkefnið Göngum í skólann í Vættaskóla.  Verkefnið mun standa yfir í þrjár vikur og markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 
Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta, hjólabretti eða annað. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt en fyrsta árið voru þátttökuskólarnir 26 en alls 67 skólar skráðu sig til leiks árið 2016. 
Á heimasíðu Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um verkefnið en þar má meðal annars finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á verkefninu auk ýmiss annars efnis frá þátttökuskólunum.  Nemendur Vættaskóla munu merkja við á nafnalista hjá umsjónakennara hvernig þeir koma í skólann næstu þrjár vikur.  Sá bekkur sem er með hæsta hlutfall að koma gangandi eða hjólandi í skólann mun fá afhentan „Gullskóinn“ til varðveislu í eitt ár.
 gullskórinn

Prenta | Netfang

Bókasafnsdagurinn og dagur læsis er í dag. Lestur er bestur- fyrir lýðræði

dagurlaesissep17

Bókasafnsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Í tilefni dagsins munu bókasöfn af öllum gerðum víðsvegar um landið bjóða upp á sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Bókasafnsdagurinn í ár er tileinkaður lýðræði og hlutverki bókasafna í lýðræðissamfélögum.   Á skólabókasöfnunum í Vættaskóla eru nú í boði bókamerki handa öllum lestrarhestum og verður í boði út september.

Kennarar í Vættaskóla hafa haldið dag læsis hátíðlegan með skemmtilegum uppákomum.  Á yngsta stigi og miðstigi var samlestur í 20 mínútur og afraksturinn síðan skráður hjá hverjum bekk. Í unglingadeild var gjörningur framkvæmdur.  Allir nemendur komu inn í sal með lesefni að eigin vali.

Prenta | Netfang

Gildi Vættaskóla : Vellíðan metnaður og árangur

vellidan metnadur arangurVekjum athygli á einstaklega flottum listaverkum  sem búið er að hengja upp  í Borgum og Engi. 
Um er að ræða samvinnuverkefni meðal kennara og nemenda til að auka sýnileika gildanna.  Listaverkin verða  þannig dagleg áminning um hvað skólinn stendur fyrir. Forsenda náms er vellíðan, með vellíðan skapast andrými fyrir metnað og með metnaði næst árangur.  Leggjumst öll á eitt að eiga góð samskipti svo okkur öllum líði vel.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...