sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Aðalfundur foreldrafélags

Aðalfundur Foreldrafélags Vættaskóla verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl 20:00 í sal Vættaskóla Engi.

Dagskrá

1.       Skýrsla stjórnar kynnt.

2.       Reikningar félagsins bornir fram til samþykktar.

3.       Kosning í stjórn foreldrafélagsins.

4.       Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs.

5.       Skýrsla fulltrúa í skólaráði.

6.       Kosning í skólaráð.

7.       Önnur mál. 

Vonumst til að sjá sem flesta og minnum á að góð tengsl við skóla barnanna okkar er mikilvæg og samstarf á milli foreldra og skóla getur haft mikil áhrif á starfsemi skólans og vellíðan þeirra sem þar starfa, hvort heldur það eru nemendur eða kennarar.

Stjórn Foreldrafélags Vættaskóla
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Prenta | Netfang

Umhverfisdagurinn

umhverfd aprilUmhverfisdagurinn var tekinn með trompi í Vættaskóla þann 23. apríl s.l. Í fyrstu tveimur kennslustundum dagsins fóru allir nemendur og kennarar út og lögðu sitt að mörkum til að halda nánasta umhverfi okkar hreinu. Það safnaðist ýmislegt í pokana eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Svo er bara að reyna að viðhalda þessu flotta framtaki og muna að henda sorpinu í þar til gerð ílát.

 

Prenta | Netfang

4.SJ í útikennslu og ljóðagerð

4.SJ í Engjum var í útikennslu í sumarblíðunni á síðasta föstdag (þann 26.apríl). Einn hópurinn vann að ljóðaverkefni í útikennslunni út frá umhverfishljóðum. Hér fyrir neðan er afraksturinn Smile

Úti að leika

Úti hjá krökkunum er gaman að leika, Strákarnir breika og stelpurnar dansa á meðan þær glansa.

Hundarnir þeir gelta á meðan þeir elta.

Krakkarnir skora og mennirnir bora.

Strákarnir klappa og stelpurnar stappa,

Steinarnir skoppa þegar krakkarnir hoppa,

Fólk heyrir læti, krakkarnir stappa fæti.

Höf: Lóa Guðrún, Viktoría Rós, Daníel Týr og Anna.

 

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...