sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Börn og fátækt

Foreldrafélög og félagsmiðstöðvar Kelduskóla og Vættaskóla í samstarfi við SAMFOK, Borgarbókasafnið og Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur, bjóða nemendum í 7. - 10. bekk og foreldrum þeirra til upplesturs og umræðukvölds þann 28. nóvember n.k. kl. 17:30 í Vættaskóla Engi.

Tilefnið er útgáfa bókarinnar Á morgun er aldrei nýr dagur, þar sem 24 norræn ungmenni skrifa um reynslu sína af því að alast upp við fátækt á Norðurlöndunum. Fjórir ungir íslenskir höfundar eiga sögur í bókinni.

Umræða um fátækt á Íslandi hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu misserin. Bilið milli þeirra sem mest eiga og hinna, sem minnst hafa á milli handanna, er talið aukast stöðugt. Á sama tíma hefur samfélagsleg áhersla á efnisleg gæði sjaldan verið meiri og unglingar fara ekki varhluta af henni; merkjavörur og snjalltæki þykja sjálfsagður hluti tilverunnar.

Hvernig getum við talað saman um fátækt, svo raddir allra fái að heyrast?

Prenta | Netfang