sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Nemendaverðlaun

Ari nemendaverdlaun

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent við hátíðlega athöfn í Hólabrekkuskóla 29. maí.
Verðlaunin eru veitt þeim grunnskólanemum sem skarað hafa fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs. Ari Joseph Svanbergsson í 10. bekk hlaut verðlaunin frá Vættaskóla en Ari hefur sýnt að seigla og dugnaður skiptir máli og það eigi ekki að gefast upp þótt móti blási. Við í Vættaskóla erum afar stolt af Ara og óskum honum innilega til hamingju með verðlaunin.

Prenta | Netfang