sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Innritun

Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 8.20 hefst innritun fyrir börn í Reykjavík sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla og á frístundaheimili, haustið 2018. Innritun fer fram á www.rafraen.reykjavik.is.  
Frá og með 28. febrúar er hægt að sækja um grunnskóla og á frístundaheimili fyrir börn sem eru að fara í 2.- 4. bekk.
Innritun allra skólaskyldra nemenda sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Rafrænni Reykjavík. Opnað verður fyrir skráningu kl. 08.20 að morgni 28. febrúar 2018. 
Innritun í sértækar félagsmiðstöðvar hefst einnig 28. febrúar. Velja þarf Umsókn um frístundastarf fyrir fötluð börn og unglinga. 
Lokað verður fyrir allar skráningar í frístundastarf fyrir núverandi tímabil 19. febrúar til 1. mars 2018. Þeir sem vilja sækja um fyrir núverandi ár fyrir þann tíma eiga að hafa samband við viðkomandi frístundaheimili. Vakin er athygli á nýjum reglum um þjónustu frístundaheimila. Samkvæmt þeim verður breyting á því hvernig börn eru tekin inn á frístundaheimili ef tafir verða á þjónustu vegna manneklu. Fyrst verður litið til forgangshópa til samræmis við 4. gr. reglnanna en síðan eru umsóknir afgreiddar í tímaröð, elsta umsókn fyrst, en þó þannig að börnum í 1. bekk er fyrst boðin dvöl, þá börnum í 2. bekk, þá börnum í 3. bekk og að lokum börnum í 4. bekk. 

Prenta | Netfang