sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

facebook logo

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn , föstudaginn 27. október.
Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore „Teddy“ Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er hann haldinn hátíðlegur víða um heim.
Roosevelt var mikil skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum bjarnahúni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessum atviki.
Búðareigandi einn í Brooklyn í New York varð svo hrifin af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear. Nú er þessi leikfangabangsi orðin vinsæll leikfélagi barna um allan heim og er hann í aðalhlutverki þegar alþjóðlegi bangsadagurinn rennur upp.
Að sjálfsögðu fengu nemendur Vættaskóla að koma með bangsann sinn í skólann og það var mikið fjör. 
Einnig gátu nemendur giskað á fjölda gúmmíbangsa í krukku og voru verðlaun í boði fyrir þann sem giskaði á réttan fjölda eða því sem næst.
Í Borgum var krukka með alls 335 gúmmíböngsum og Heiðbjört Ótta í 6HGL ásamt Frey Magnússyni 6HG komust næst því að giska á réttan fjölda og fengu bæði bangsa í verðlaun.
Í Engi voru gúmmíbangsarnir alls 330 og voru það Arnór Kári Hróarsson í 8Y og Aron Karl Haralds í 10Z sem báðir fengu bangsa í verðlaun, því þeir komust næst því að vita réttan fjölda.

 

Prenta | Netfang