"ALLIR MEÐ - Tölum saman um skólamenningu á Íslandi"

Ritað þann .

allir með islenska

"ALLIR MEÐ - Tölum saman um skólamenningu á Íslandi"  málþing fyrir foreldra um skólamál 2017-18.

Haldin verða 10 málþing á helstu tungumálunum. Erindin verða á íslensku, alltaf túlkuð. Fjallað verður um það sem einkennir skóla- og frístundastarf á Íslandi, samstarf foreldra og skóla um námið og barnahópinn, móðurmál barna og virkt fjöltyngi. Markmiðið með málþingunum er að fræða foreldra og skapa vettvang til að tala saman um skólamenningu á Íslandi og áhuga, ábyrgð og áhrif foreldra á nám og vellíðan barna sinna. Málþingin verða haldin í skólum í Reykjavík og Kópavogi um helgar á meðan móðurmálskennsla tví- og fjöltyngdra barna fer fram, í Hólabrekkuskóla, Fellaskóla og Álfhólsskóla.  
Tvö málþing verða haldin fyrir áramót. Málþing fyrir spænskumælandi foreldra laugardaginn 4. nóvember í Hólabrekkuskóla og málþing fyrir pólskumælandi foreldra laugardaginn 18. nóvember í Fellaskóla. Helgi Grímsson sviðstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar mun taka þátt í umræðum með pólskum foreldrum á málþinginu 18. nóvember.  Málþingin eru hugsuð fyrir foreldra af öllu höfuðborgarsvæðinu, allir velkomnir og ókeypis aðgangur.    

Málþingin verða kynnt skólaskrifstofum/fræðslustjórum á höfuðborgarsvæðinu og skólastjórum og starfsfólki grunn- og leikskóla. 

Prenta |