sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

Samræmd próf í 7.bekk

Samræmd könnunarpróf verða lögð fyrir nemendur í 7. bekk dagana 21. september og 22. september.  Tölvustofur skólans verða nýttar í báðum húsum. Nemendum er skipt í tvo hópa fyrri hópurinn mætir kl. 8:40 og seinni kl. 10:40. Nemendur í 7. bekk mæta í próf og fara síðan heim.
Nemendur eru beðnir um að ganga hljóðlega um skólann á próftíma, sérstaklega í kringum tölvustofurnar. Allir tímar í tölvustofum falla niður fimmtudag og föstudag.

Prenta | Netfang

Súpufundur fyrir foreldra/forráðamenn 20.sept. kl 18 í Borgum

Við minnum á súpufund fyrir foreldra/forráðamenn Vættaskóla þar sem Páll Ólafsson félagsráðgjafi og faðir fimm barna verður með erindið Jákvæð samskipti - skipta þau máli? í Borgum kl. 18 miðvikudaginn 20. sept nk. 
Erindið á erindi við alla foreldra/forráðamenn og þá sem koma að uppeldi barna. Páll mun einnig halda erindi sitt fyrir allt starfsfólk Vættaskóla. 

Gott er að melda sig á Facebook-síðu Foreldrafélags Vættaskóla svo við getum gert hagstæð innkaup, en auðvitað þarf ekki að melda sig, allir velkomnir. 
Vonumst til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn. 

Prenta | Netfang

6.HG í Húsdýragarðinn

Fimmtudaginn 14. september fór 6.HG á Vinnumorgun í Húsdýragarðinum. Nemendur tóku þátt í umhirðu og fóðrun dýranna auk þess sem þau fengu ítarlega fræðslu um dýrin og landbúnaðarstörf. Unnið var í þremur hópum sem voru: A. Nautgripa- og svínahirðar B. Hesta- og fjárhirðar C. Hreindýra- og loðdýrahirðar. Að vinnu lokinni útbjuggu nemendur kynningu á vinnu sinni og fluttu fyrir hvort annað. Þetta var virkilega skemmtilegur morgun og nemendur stóðu sig með prýði.6bekkur husdyragardur

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...