sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

"Minnkum matarsóun" og nýr matarvagn

Nemendur í 1.-3. bekk Vættaskóla-Engi fengu viðurkenningu fyrir að taka þátt í átakinu „Minnkum matarsóun“ Markmið verkefnisins var að kenna nemendum að skammta sér þannig á diskana að sem minnst þyrfti að fara í ruslið. 3. GB fékk viðurkenningu fyrir að standa sig best en 1. SG og 2. HG fengu viðurkenningu fyrir þátttöku og frábæra frammistöðu. Það skal tekið fram að allir bekkirnir eiga hrós skilið fyrir ábyrgðafulla þátttöku sem skilaði sér í góðum árangri eins og myndirnar sýna.

IMG 3567 53073

Einnig fylgja myndir af salatbarnum úr Vættaskóla-Borgir þar sem sést m.a. hvað nemendur eru að njóta þess að fá sér sjálfir á diskana sína. 

IMG 0640 53086

Prenta | Netfang

Teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins

Kolbrun myndakeppni

Kolbrún Rut í 4. VV vann í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins og hlaut að launum 40.000 kr. sem rennur í bekkjarsjóð. Innilega til hamingju með árangurinn.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...