sendokkurpost 2

leyfi

mentor2

Dagur íslenskrar tungu

dagur isl tunguHátíðardagskrá var í unglingadeildinni í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Nemendur sýndu m.a. stuttmyndir sem þeir hafa búið til í vetur. Hannes Orri Arnarson nemandi úr 10. bekk spilaði á píanó og krakkarnir sýndu glæsilegt atriði sitt úr Skrekk.
Í nóvember var í gangi ljóða- og örsögusamkeppni í unglingadeildinni og veitt voru verðlaun í báðum flokkum.
Í fyrsta sæti var Sara Rut Ýmisdóttir nemandi úr 10. bekk, í öðru sæti var Hjalmdís Rún Níelsdóttir nemandi úr 10. bekk og þriðja sætið hreppti Stefán Máni Unnarsson nemandi úr 8. bekk.
Stefán Þór Sigurðsson nemandi úr 9. bekk hlaut Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkur. Þessi verðlaun eru afhent í Ráðhúsinu á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt grunnskólanemum, sem hafa skarað fram úr á ýmsa vegu, í lestrarfærni, skapandi skrifum, ljóðsmíðum og framsögn.
Við óskum þessum krökkum til hamingju með góðan árangur

Prenta | Netfang

Íslenskuverðlaun á degi íslenskrar tungu

Stefan skjal 52866 800 600 80Á degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember s.l. voru að venju afhent verðlaun fyrir góða frammistöðu í íslensku. Það er Stefán Þór Sigurðsson nemandi í 9.bekk sem er fulltrúi Vættaskóla að þessu sinni. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn af verndara verðlaunanna frú Vigdísi Finnbogadóttur. Innilega til hamingju Stefán Þór.

Stefan Vigdis 52867 800 600 80

Prenta | Netfang

Íslandsmeistari í Kumite 13 ára, léttari.

Gabriel Andri

Gabríel Andri Guðmundsson keppti um síðustu helgi á Íslandsmeistarmóti unglinga í Kumite. Hann gerði sér litið fyrir og sigraði sinn flokk sem er 13 ára. léttari. Innilega til hamingju Gabríel Andri.

Prenta | Netfang

Fleiri greinar...